
Sigurður Rósinkar Hafliðason Mynd Lögberg, 21. mars, 1946.
Sigurður Rósinkar Hafliðason fæddist í Ísafjarðarsýslu 3. mars, 1873. Dáinn í bílslysi 15. desember, 1945 í Seattle.
Maki: 1905 Þórunn Ólafsdóttir f. í Gullbringusýslu 24. febrúar, 1875, d. 12. nóvember, 1966 í Blaine.
Börn: 1. Jón f. í Brandon, Manitoba 1907, d. 1908 2. Jóhanna Rósinkranza f. í Brandon 22. maí, 1908 3. Gróa f. í Hólarbyggð í Saskatchewan 18. ágúst, 1910, d. 26. desember, 1965 4. Guðmundína Ólöf f. Í Hólarbyggð 16. október, 1912 5. Ingibjörg f. í Blaine, Washington 11. apríl, 1914 6. Anikka Rannveig f. 4. september, 1918.
Sigurður ólst upp í Ögurhreppi í Ísafjarðarsýslu, flutti með foreldrum sínum til Bolungarvíkur og var sjómennska honum í blóð borin. Hann flutti vestur til Manitoba árið 1905 og settist að í Brandon. Þar var hann til ársloka 1909, færði sig svo vestra á kanadísku sléttuna og sest að í Hólarbyggð í Saskatchewan vorið 1910. Sennilega hefur hann ekki kunnað við sig á sléttunni því 1913 flytur hann vestur að Kyrrahafi og sest að í Blaine. Bjó síðustu ár sín í Seattle.
