Frjáls framlög – Styrkir

Verkefnið www.vesturfarar.is er umfangsmikið og kostnaðarsamt. Styrkur frá Menningar- og viðskiptaráðuneyti varð til þess að unnt var að opna vefinn almenningi og verður hann öllum opinn að kostnaðarlausu. Vinna við uppbyggingu og þýðingu heldur áfram til ársloka 2025. Þá verður hann þjóðareign, hýstur og í umsjá Háskóla Íslands.

Til að ná endum saman og greiða kostnað sem orðinn er frá 2017 þarf frekari stuðning. Því leitum við til fyrirtækja, stofnana og félagasamtaka til að ljá okkur lið. Áhugasamir einstaklingar hafi samband símleiðis eða með tölvupósti. Vinsamlega skráið nafn, upphæð, netfang eða símanúmer á spjaldið að neðan og smellið á hnappinn Senda. Samband verður haft fljótlega.

    Styrkveitendur

    Ríkissjóður – Menningar- og viðskiptaráðuneyti

    Eimskipafélag Íslands ehf

    Ríkissjóður – Mennta- og barnamálaráðuneyti

    Ferðaþjónusta bænda