Anna Jónasdóttir

ID: 6739
Fæðingarár : 1878
Dánarár : 1942

Anna Steindóra Jónasdóttir fæddist í Skagafjarðarsýslu 11. mars, 1878. Dáin í Manitoba 13. desember, 1942.

Maki: 7. júlí, 1896 Jón Jónatansson f. í Skagafjarðarsýslu 1. júní, 1876.

Börn: 1. Valgerður Engilráð f. 1896 2. Indriði f. á Íslandi, d. barn í Winnipeg 3. Emily Elizabeth f. 24. júlí, 1906 4.Indriði Jónatan f. 27. apríl, 1912, d. 13. nóvember, 1959.

Þau fluttu vestur til Winnipeg árið 1900 þar sem þau undirbjuggu framtíðina. Árið 1903 flytja þau til Gimli þar sem þau voru til ársins 1916. Þá gekk Jón í kanadíska herinn og gengdi herþjónustu í tvö ár. Settist þá að í Winnipeg þar sem fjölskyldan bjó eftir það. Jón opnaði eigin rakarastofu sem hann rak um árabil. Hann tók mikinn þátt í félagsmálum landa sinna, annaðist orgelleik í 13 ár og starfaði vel fyrir þjóðræknisdeildina Frón.