ID: 20009
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1884
Dánarár : 1970

Laufey Árnadóttir og Ásvaldur K Hall Mynd WtW
Ásvaldur Kjartan Jónasson fæddist í Garðarbyggð í N. Dakota 11. febrúar, 1884. Dáinn í Wynyard, Saskatchewan árið 1970. Valdi Hall vestra.
Maki: 1912 Laufey Árnadóttir f. í N. Múlasýslu árið 1887, d. í Wynyard árið 1976.
Börn: 1. Franklin 2. Helga 3. Jónas 4. Ólöf (Olavia) 5. Edna d. 5 ára 6. Árni.
Ásvaldur var sonur Jónasar Hall og Sigríðar Herdísar Kristjánsdóttur í Garðabyggð í N. Dakota. Laufey var dóttir Árna Jónssonar og Helgu Hallgrímsdóttur landnema í Vatnabyggð í Saskatchewan. Ásvaldur ólst upp í Garðarbyggð en flutti þaðan árið 1905 norður í Vatnabyggð og nam land norður af Wynyard.
