Finna Margrét Melsted fæddist í Skagafjarðarsýslu 3. nóvember, 1883.
Maki: Kristján Jónsson f. 22. september, 1881 í S. Þingeyjarsýslu. Kristjan J Hjalmarson vestra.
Börn: Jón Kristján f. 17. júlí, 1912.
Finna fór vestur með föður sínum, Vigfúsi Melsted og fjölskyldu hans árið 1900. Þau settust að í Þingvallabyggð í Saskatchewan en hún bjó í Winnipeg og vann þar. Kristján fór vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1883 með foreldrum sínum, Jóni Hjálmarssyni og Önnu Kristjánsdóttur sem námu land í Argylebyggð. Kristján ólst þar upp en búskapur hentaði honum ekki. Ungur vann við trésmíðar en hóf svo verslunarstörf í Glenboro. Rak þar verslun með frændum sínum, Kristjáni og Sigurjóni Sigmar til ársins 1911 en þá flutti hann til Kandahar í Vatnabyggð. Þar byggði hann hús og verslun með mági sínum, Torfa Steinssyni.
