Kristján Halldórsson

ID: 20010
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1891
Dánarár : 1956

Guðlaug situr með Doris Guðrúnu, Roy Oscar stendur, Kristján Mynd WtW

Kristján Halldórsson fæddist í Lundar 27. febrúar, 1891. Dáinn í Manitoba 19. september, 1956.

Maki: 1920  Guðlaug María Jónsdóttir f. 1898 í N. Dakota.

Börn: 1. Roy Oscar f. í Winnipeg árið 1925 2. Doris Guðrún f. 1926 í Lundar.

Kristján var sonur Halldórs Halldórssonar og Kristínar Pálsdóttur fluttu til Vesturheims árið 1887 og settust að í Lundarbyggð í Manitoba. Kristján og Guðlaug hófu búskap í Winnipeg, fluttu til Lundar árið 1926 og þaðan til Eriksdale 1927. Þar var Kristján með vélaverkstæði og seldi heimilis- og líftryggingar. Kreppan skall á og þau fengu vinnu í Winnipeg  árið 1930 á skrifstofu tryggingafélagsins. Þar voru þau til ársins 1934, fóru þá heim til Eriksdale þar sem Kristján opnaði að nýju verkstæð sitt. Vann þar til æviloka. Kristján var mikill athafnamaður, setti upp rafstöð fyrir Eriksdale, rak fólksflutningafélag sem annaðist flutninga í nyrstu byggðir. Snemma kom í ljós áhugi hans á stjórnmálum, hann sat á fylkisþinginu fyrir Frjálslyndaflokkinn árin 1945-1956.