
Helgi Óli Jónsson Mynd VÍÆ IV

Valencia Shirley Johnson Mynd VÍÆ IV
Helgi Óli Jónsson fæddist í Nýja Íslandi 25. nóvember, 1925. Helgi Óli Johnson vestra.
Maki: 17. ágúst, 1946 Valencia Shirley f. 2. október, 1926, af enskum og þýskum ættum.
Börn: 1. Patricia Gail f. 31. júlí, 1947 2. Jaqueline Lellie f.12. ágúst, 1950 3. John Brian f. 4. júlí, 1956.
Helgi var sonur Jóns Björnssonar og Jósefbínu Jósefsdóttur, landnema í Nýja Íslandi. Helgi ólst þar upp og gekk í skóla á Gimli. Hann flutti til Winnipeg og vann hjá T. Eaton fyrirtækinu í borginni. Fljótlega komu í ljós stjórnunarhæfileikar Helga, hann varð forstjóri B.C. Packers fiskverslunarfélagsins á Gimli árin 1966-69, síðan ráðinn umsjónarmaður Kanadastjórnar með fiskveiðum Indjána um norðanvert Manitoba. Hann sat í stjórn Íslendingadagsnefndarinnar á Gimli um árabil og safnaðarnefnd lútherska safnaðarins á Gimli. Valencia kenndi söng og tónlist á Gimli, í Arborg og Riverton.
