ID: 20032
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1887
Dánarár : 1912

Stefán Pétur Jónsson Mynd VÍÆ IV
Stefán Pétur Jónsson fæddist 18. maí, 1887 í N. Dakota. Dáinn í N. Dakota 22. apríl, 1912.
Ókvæntur og barnlaus.
Hann var sonur Jóns Jónssonar og Guðbjargar Guðmundsdóttur landnema í Garðarbyggð í N. Dakota. Hann ólst upp þar í byggðinni, gekk í skólann í Garðar og flutti seinna í Williston í N. Dakota þar sem hann vann á skrifstofu.
