ID: 20044
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1909

Gestur Jónsson Mynd VÍÆ IV

Alice T. Holtz Mynd VÍÆ IV
Gestur Jónsson fæddist í Garðarbyggð 26. desember, 1909. Johnson vestra.
Maki: 18. ágúst, 1937 Alice T. Holtz f. 12. febrúar, 1910, d. 23. ágúst, 1966.
Börn: 1. Karen Margrét f. 5. mars, 1942 2. Frederick H. f. 1. júní, 1947.
Gestur var sonur Jóns Jónssonar og Guðbjargar Guðmundsdóttur, landnema í Garðarbyggð í N. Dakota. Þar ólst hann upp, fór í framhaldsnám og lauk B.S. prófi frá North Dakota State University árið 1933 og M.S. prófi frá sama skóla 1937. Varð aðstoðarkennari við Colorado State University árin 1945-1964 og svo prófessor í efnafræði við sama skóla.
