Caroline V Hall

ID: 20045
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1909

Caroline Valgerður Hall Mynd VÍÆ IV

Carolina Valgerður Hall fæddist 5. september, 1909 í Edinburg í N. Dakota.

Maki: 26. nóvember, 1938 Magnús Bogi Jónsson f. í Garðarbyggð í N. Dakota 9. apríl, 1904. Magnus B Johnson vestra.

Áttu ekki börn sem lifðu.

Caroline var dóttir Jóhanns Gunnars Hall, bónda í Edinburg í N. Dakota og konu hans, Hosiönnu Guðbjargar Jósefsdóttur. Magnús Bogi var sonur Jóns Jónssonar og  Guðbjargar Guðmundsdóttur, landnema í Garðarbyggð í N. Dakota. Hann ólst upp í byggðinni og snemma kom í ljós mikill áhugi á búskap. Hann innritaðist í North Dakota Agricultural College í Fargo og lauk þaðan B.S. prófi í landbúnaðarvísundum árið 1931 og M.S. prófi í sömu námsgrein frá University of Tennessee í Knoxville í Tennessee árið 1942. Hann kenndi við skólann einhvern tíma áður en hann flutti til Washington D.C. þar sem hann fékk embætti við landbúnaðarráðuneyti Bandaríkjanna. Gengdi því til ársins 1969 en þá lét hann af störfum vegna aldurs.