Albertína G Jónsdóttir

ID: 20053
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1909

Albertína Guðrún Jónsdóttir Mynd VÍÆ IV

Albertína Guðrún Jónsdóttir fæddist í Winnipeg 23. apríl, 1909. Olafsson fyrir hjónaband.

Maki: 24. júní, 1932 Halldór Vilbert Tryggvason f. í Pembina í N. Dakota 23. apríl, 1901. Johnson vestra.

Börn: John Theodore f. í Leslie í Saskatchewan 6. febrúar,  1938, d. í Blaine í Washington 7. janúar, 1947.

Albertína var dóttir Jóns Ólafssonar, kaupmanns í Leslie í Vatnabyggð og konu hans Sigríðar Jónsdóttur. Hún lauk miðskólaprófi í Leslie en snemma komu sönghæfileikar hennar í ljós. Hún söng m.a. í kvennakórnum sem Hjörtur Lárusson stofnaði í Minneapolis. Þá var hún í kirkjukór hvar sem hún bjó t.d. í Blaine. Halldór ólst upp hjá foreldrum sínum, Tryggva Jónssyni og Rósu I Jónsdóttur landnema í Pembina. Ungur að árum fór hann vestur til Saskatchewan þar sem hann vann landbúnaðarstörf. Flutti þaðan til Minnesota og vann fyrst hjá bændasamtökum en seinna hjá Ford Motor Co, í St. Paul. Flutti seinna til Blaine í Washington þar sem hann setti upp skósmíðaverkstæði.