Guðný Jóhannesdóttir

ID: 20060
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1883
Fæðingarstaður : Winnipeg

Guðný Jóhannesdóttir Mynd VÍÆ IV

Guðný Jóhannesdóttir fæddist 1. apríl, 1883 í Winnipeg. Dáin í Nýja Íslandi 1. september, 1914. Halldórsson vestra.

Maki: 1. apríl, 1910 Steingrímur Tryggvi Halldórsson f. í Fljótsbyggð 1. desember, 1877, d. 16. júlí, 1926. Tryggvi Halldórsson vestra.

Börn: 1. Jóhannes f. í Víðirbyggð 12. ágúst, 1911 2. Kristín Halla f. 19. júlí, 1913.

Guðný flutti frá Winnipeg árið 1885 með foreldrum sínum, Jóhannesi Jónassyni og Höllu Jónsdóttur. Þau settust að í Nýja Íslandi þar sem Guðný bjó alla tíð. Tryggvi var sonur Halldórs Jónssonar og Ingibjargar Jónatansdóttur, sem námu land í Fljótsbyggð árið 1876.