ID: 20090
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1885
Fæðingarstaður : N. Dakota
Dánarár : 1962

Hannes Frost Kristinsson Mynd VÍÆ IV
Hannes Frost Kristinsson fæddist í N. Dakota 9. september, 1885. Dáinn í Markerville í Alberta 7. september, 1962. Christinsson vestra.
Ókvæntur og barnlaus.
Hannes var sonur Kristins Kristinssonar og Sigurlaugar Einöru Guðmundsdóttur, landnema í Markervillebyggð í Alberta. Hannes flutti með foreldrum sínum til Alberta árið 1889. Hann ólst upp hjá þeim á landi þeirra nærri Markerville og var þar alla tíð bóndi.
