Hjálmar A Kristjansson

ID: 20103
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1905

Hjálmar Albert Albertsson Mynd VÍÆ IV

Hjálmar Albert Albertsson fæddist 16. nóvember, 1905 á Gimli í Manitoba. Kristjánsson vestra.

Ókvæntur og barnlaus.

Hjálmar var sonur séra Alberts Kristjánssonar og Önnu Petreu Jakobsdóttur, sem fyrst bjuggu í Nýja Íslandi. Hjalmar var enn á barnsaldri þegar faðir hans, ný orðinn prestur Únitara, tók kalli úr Lndarbyggð. Þar gekk Hjálmar í miðskóla og flutti að því námi loknu til Winnipeg, þar sem hann stundaði nám í Jón Bjarnarsonar skóla í tvö ár.  Hann hóf nám í Manitobaháskóla sem hann ekki lauk heldur lærði hann smörgerð og vann síðan við það. Að lokinni þátttöku í Seinni heimstyrjöldinni flutti hann vestur að Kyrrahafi þar sem hann vann hjá námufyrirtæki á Texada Island. Bjó síðast í Blaine í Washington.