ID: 1790
Fæðingarár : 1864
Fæðingarstaður : Borgarfjarðarsýsla
Dánarár : 1947

Þorvaldur Jónsson Reykdal Mynd WtW

Kristín Bjarnadóttir Mynd WtW
Þorvaldur Jónsson fæddist 19. september, 1864 í Borgarfjarðarsýslu. Dáinn 16. júlí, 1947 í Manitoba.
Maki: 1890 Kristín Bjarnadóttir
Börn: 1. Jóhanna f. 1891, d. 1967 2. Bertha f. 1893, d. 1969 3. Christine f. 1895, d. 1949 4. Valdina f. 1897.
Þorvaldur flutti vestur árið 1887 til New Jersey í Bandaríkjunum þar sem hann kvæntist Kristínu
Bjarnadóttur. Þau bjuggu þar í átta ár en fluttu þaðan vestur í Lundarbyggð í Manitoba árið 1898. Þar námu þau land og bjuggu á því nokkur ár en fluttu svo þaðan til Winnipeg.
