Jóhanna Jónsdóttir

ID: 20115
Fæðingarár : 1869
Dánarár : 1967

Jóhanna Jónsdóttir Mynd VÍÆ IV

Jóhanna Jónsdóttir fæddist í V. Skaftafellssýslu 22. júlí, 1869. Dáin í Vancouver 22. febrúar, 1967.

Maki: 15. desember, 1916 Jóhannes Lárusson f. 11. september, 1872 í Snæfllsnessýslu, d. í Vancouver 29. júlí, 1945.

Barnlaus.

Jóhanna flutti til Vesturheims í október árið 1910 og fór fyrst til Winnipeg. Þaðan lá leið hennar vestur að Kyrrahafi þar sem hún settist að í Vancouver. Þangað kom Jóhannes árið 1912, beint frá Íslandi.  Þau settust að í Prince Rupert þar sem Jóhannes vann við trésmíðar en Jóhanna vann við sauma og hattagerð. Þá list hafði hún numið í Kaupmannahöfn. Seinna fluttu þau til Vancouver.