Juren V Leifson

ID: 20123
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1894
Dánarár : 1983

Juren Victor Leifson Mynd VÍÆ IV

Juren Victor Sigurðsson fæddist í Spanish Fork 8.júní, 1894. Dáinn í Utah árið 1983. Leifson vestra.

Maki: 24. september, 1919 Mary Bradford f. í Spanish Fork 8. nóvember, 1895, d. í Utah 22. janúar, 1966.

Börn: 1. Freda Eliza f. 28. ágúst, 1920 2.  Glen f. 10. mars, 1922, d. 11. júní sama ár 3. Hanna Luene f. 1. nóvember, 1923 4. Ted Victor f. 17. apríl, 1925 5. Thor Elden f. 18. apríl, 1928 6. Allen Rawsel f. 7. mars, 1930 7. Mary Afton f. 6. september, 1931.

Juren var sonur Sigurðar Þorleifssonar og Hjálmfríðar Hjálmarsdóttur. Sigurður flutti til Bandaríkjanna árið 1884, var fyrst í N. Dakota en fór svo til Spanish Fork í Utah og bjó þar alla tíð. Skrifaði sig Thor Leifson í Utah. Hjálmfríður  fór frá Vestmannaeyjum til Vesturheims árið 1891. Juren lauk grunnskólanámi í Spanish Fork og tækniskólanámi frá International Correspondence School í Scranton í Pennsylvaníu 10. apríl árið 1913. Var í Fyrri heimstyrjöldinni 1917-19. Hann lagði fyrir sig húsasmíði og vann við það alla tíð í  Utah. Tók virkan þátt í starfi Mormóna, var um skeið biskup í Latter-Day Saints kirkjunni í Utah.  Ræktaði tengsl við Ísland og íslenskan uppruna sinn alla tíð.