Seattle

Vesturfarar

Seattle – Landkönnun og landnám

Þar sem Seattle er í dag var svæði sem frumbyggjar tóku í fóstur við lok síðustu ísaldar milli 8 og 10 þúsund árum. Allar götur síðan höfðust menna þar að og um miðja 19.öld var þar fjölmennur ættbálkur svonefndra Salish frumbyggja. Þeir kallast á vorum tímum Duwamish og Suquamish kynstofn en tengdir hópar og ættbálkar bjuggu í um 13 litlum þorpum innan borgarmarka Seattle eins og hún er í dag. Hér má bæta við að nafnið Seattle er dregið að einum höfðinga Duwamish ættbálksins, Sealth. Vísbendingar um viðvarandi mannlíf frá 6.öld innan borgarmarka hafa fundist. Af einhverjum, óþekktum ástæðum hurfu þessir íbúar þaðan á brott um 1800 en aðrir komu í kjölfarið. Árið 1792 mun George Vancouver fyrstur Evrópubúa hafa skoðað svæðið þar sem Seattle er í dag, leiðangur hans við vesturströndina stóð frá 1791-9.                                                                                                                                                                                                                                                    Upphaf landnáms í Seattle  er 25. september, 1851 þegar leiðangursmenn úr leiðangri Denny Party stigu þar á land. Nokkrum dögum áður höfðu Luther Collins, Henry Van Asselt og Maple fjölskyldan sest að þar sem í dag er hverfi í Seattle sem kallast Georgetown. Þar varð búskapur þeirra fljótlega mikilvægur fyrir stækkandi þorp. Hópur Denny Party setti upp bráðabirgðastað, þaklausa byggingu en Luther Collins og hópurinn með hónum reisti vandaðir dvalarstaði. Á næstu áratugum var skógarhögg umfangsmikið, timburvinnsla og flutningur skógarafurða miklir til San Francisco. Sérstök tré uxu lengi og urðu feiki há meir en 100 m. Þótt tegundin sé til í dag er viðlíka hæð óþekkt. Þorpið breyttist á nokkrum áratugum í borg þar sem krár, vændishús og fjárhættuspilahallir spruttu upp. Ein skýringin á þessari þróun er sú að til að laða að skógarhöggsmenn og sjómenn sem bjuggu utan vaxandi borgar. Þessar stofnanir og alls kyns verslanir voru í eða við þann hluta bæjarins sem einn athafnamaður réði yfir. Seattle varð formlega bær 14. janúar, 1865 og var íbúafjöldinn þá 350 en 18. janúar, 1867 var stofnskráin ógilt vegna orðsporsins sem helstu athafnamenn höfðu. Ný stofnskrá tók gildi 2. desember, 1869 og þá voru skráðir íbúar 1000.

Siðmenning – Lög og reglur

Seattle um 1900

Lögmál ,,villta vestursins“ giltu á upphafsárum uppbyggingar í Seattle. Athafnamenn áttu víða frumkvæðið í skipulagningu hverfa, járnbrauta, flutningaleiða o.s.frv., frelsi einstaklingsins til athafna gilti. Þannig ákváðu eigendur Northern Pacific járnbrautafélagsins 14. júlí, 1873 að hafa endastöð í Tacoma en ekki í Seattle. Þeir gátu þá keypt upp nærliggjandi lönd og seinna selt með góðum hagnaði þegar byggð umhverfis járnbrautastöðina færi að stækka. Borgaryfirvöld reyndu að skipuleggja eigin jánbrautarþjónustu en ekki tókst það. Árið 1884 náði loks braut Great Northern járnbrautafélagsins til Seattle og þá reis fljótlega endastöð fyrir farþegalestir í borginni. Á þessum tímum var óskipulag á mörgum sviðum, nánast lögleysa t.a.m. voru fjórar aftökur árið 1882 í borginni án dóms og laga. Skólar voru til en lítið notaðir, engin þjóðkirkja þar frekar en annars staðar í Bandaríkjunum, í mörgum hverfum lægst var skólp líklegra til að fljóta inn í húsin á flóði en frá þeim. Verkalýðsfélög iðnaðarmanna sáu dagsins ljós eftir 1880. Fyrst voru það prentarar árið 1882, næst hafnarverkamenn 1886, þá vindlagerðarmenn 1887, klæðskerar 1889 og loks verkamenn í brugghúsum og tónlistarmenn árið 1890. Saga verkamanna og félaga þeirra í Washington þessa tíma er samofin vaxandi andúð á kínverskum verkamönnum. Árið 1883 voru kínverskir verkamenn ráðnir í það mikla verk að grafa Montlake skipaskurðinn sem tengdi saman       Potage og Union flóa. Á árunum 1885-86 kvörtuðu hvítir verkamenn yfir óeðlilega ódýru, kínversku vinnuafli, risu upp og með liðsinni frumbyggja hröktu þeir kínverska verkamenn frá Seattle, Tacoma og fleiri borgum í ríkinu. Samkeppni þessara borga var mikil, báðar stækkuðu hratt og mikið á árunum 1880-1890 og byggðist sá vöxtur mikið á timburiðnaði svo og hvers kyns framleiðslu á iðnaðarvörum. Vöxtur Seattle hélt áfram næstu tvo áratugi en Tacoma stóð í stað.                                                                                                                            Íslenskir innflytjendur sóttu nokkuð vestur að Kyrrahafi í lok 19. aldar og á fyrstu áratugum þeirrar 20. Helst voru það iðnmenntaðir ungir menn og konur svo og áhugamenn um verslun og viðskipti.