
Guðrún Jónína og Arnfríður standa. Jóhann milli Árni og Eggerts. Mynd: Sölvason
Jóhann Jóhannsson fæddist í Skagafjarðarsýslu 19. september, 1831. Dáinn í N. Dakota 24. febrúar, 1919.
Maki: 1) 1859 Arnfríður Jóhannsdóttir f. 18. október, 1836 í Skagafjarðarsýslu, d. 1876 í Nýja Íslandi. 2) Guðbjörg Eyjólfsdóttir f. 23. desember, 1833 í Skagafjarðarsýslu, d. 31. janúar, 1895.
Börn: Með Arnfríði 1. Eggert f. 18. nóvember, 1857 2. Arnfríður f. 1. janúar, 1867 3. Jóhannes f. 17. mars, 1868, d. í bólunni í N. Íslandi 7. nóvember, 1876 4. Árni f. 2. júlí, 1873 5. Hólmfríður 28. október, f. 1874. Önnur börn þeirra dóu ung. Með Guðbjörgu: 1. Guðrún Jónína f. 21. september, 1878. Guðbjörg átti önnur börn fyrir.
Þau fóru vestur um haf til Winnipeg í Manitoba árið 1876 og þaðan að Íslendingafljóti í Nýja Íslandi. Þar nam Jóhann land og nefndi Vindheima eftir fæðingarstað sínum á Íslandi. Jóhann og Guðbjörg fluttu til Winnipeg árið 1882 og ári seinna í Beaulieubyggð í N. Dakota, suðvestur af Hallson.
