ID: 20166
Fæðingarár : 1867
Vigfús Ingvar Guðmundsson fæddist 29. apríl, 1867 í Árnessýslu. Ingvar Goodman vestra.
Maki: Anna Sveinsdóttir f. árið 1873 í Húnavatnssýslu.
Börn: 1. Jón Ísfeld f. 1900 d. 5. september, 1920 2. Ingvar Franklin f. 1902, d. 13. ágúst 1917 3. Þórir Skafti f. 1906 4. Kjartan Jónas Sveinn f. 1918.
Þau fluttu til Vesturheims árið 1899 og vory í sjö ár í Manitoba. Árið 1907 fóru þau vestur að Kyrrahafi og settust að á Point Roberts. Þar keypti Ingvar land af Árna Mýrdal, um 112 ekrur. Árið 1915 byggði Ingvar glæsilegt hús hæst á landi sínu í suðaustur hluta tangans. Ingar stundaði landbúnað á hluta landsins en nýtti skóginn sem óx annars staðar á landinu og seldi lengi eldivið.