Sæunn Þorsteinsdóttir

ID: 7348
Fæðingarár : 1841
Fæðingarstaður : Skagafjarðarsýsla
Dánarár : 1915

Sæunn Þorsteinsdóttir fæddist 17. ágúst, 1841 í Skagafjarðarsýslu. Dáin í Brownbyggð í Manitoba 14. júlí, 1915.

Sæunn Þorsteinsdóttir Mynd SÍND

Maki: 1) 1861 Guðmundur Guðmundsson, d. 1865 2) Jón Gíslason f. 1. ágúst, 1833, d. 22. februar, 1893 í Hallson í N. Dakota.

Börn: Sæunn átti tvö börn með Guðmundi sem bæði dóu kornbörn. Með Jóni 1. Anna f. 29. ágúst, 1870 2. Þorsteinn f. 12. maí, 1875 3. Gísli Guðmundur f. 21. janúar, 1877, d.3. janúar, 1934 í N. Dakota 4. Oddný f. 17. september, 1879, d. 2. júní, 1949 5. Jón Magnús f. 19. maí, 1885 í Hallson.

Þau fluttu vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1883 og fluttu sama ár suður til N. Dakota. Settust að í Akrabyggð.