ID: 7357
Fæðingarár : 1862
Fæðingarstaður : Skagafjarðarsýsla
Dánarár : 1940
Pálmi Sigtryggsson: Fæddur á Tyrfingsstöðum í Skagafjarðarsýslu 17. águst, 1862. Dáinn 11. júlí, 1940
Maki: Helga Runólfsdóttir f. 1857 á Hallormsstað í S. Múlasýslu. Dáin 1927.
Börn: Helga átti tvær dætur af fyrra hjónabandi: 1. Kristjana f. 1870 2. Þórdís f. 1875. Þær voru Bergvinsdótur.
Fór Pálmi vestur 1882 en Helga 1877. Fátt er vitað um hagi Pálma fyrr en eftir aldamót. Þar er hann þá kvæntur maður í Churchbridge í Saskatchewan sem hann rak með konu sinni en eru í Argylebyggð í Manitoba árið 1910, tóku þar land á leigu og þar bjó Pálmi til dauðadags.
