Lilja Lárusdóttir

ID: 7429
Fæðingarár : 1862
Fæðingarstaður : Skagafjarðarsýsla
Dánarár : 1936

Lilja Lárusdóttir fæddist 9. desember, 1862 í Skagafjarðarsýslu. Dáin í Nýja Íslandi árið 1936

Maki: Hallur Hallsson var fæddur í Skagafjarðarsýslu 11. apríl, 1837, d. 1914 í Nýja Íslandi.

Börn: 1. Guðrún f. 1886. 2. Ólöf Jórunn f. 1893 3. Anna 4. Vilhjálmur 5. Oddný Lára.

Hallur og Lilja fluttu vestur 1883 og fóru til Nýja Íslands. Voru fyrsta veturinn í Fljótsbyggð en fluttu 1884 á land sitt í Breiðuvík í Hnausabyggð. Það hét Flugustaðir.  Eftir 16 ár þar fluttu þau í Arnesbyggð og þar hét staður þeirra Björk.  Hallur endaði lífshlaup sitt á Hóli í Fljótsbyggð.