Einar Erickson

ID: 20260
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1896
Dánarár : 1978

Einar Hillman Erickson Mynd VÍÆ V

Einar Hillman Erickson fæddist í Winnipeg 27. ágúst, 1896. Dáinn 2. nóvember, 1978.

Maki: Edna Longland. Upplýsingar vantar.

Börn: Upplýsingar vantar

Einar var sonur Jóns Jónssonar og Sigríðar Bjarnadóttur landnema í Mary Hill byggðinni rétt hjá Lundar. Hann þótti vel gefinn og sérstaklega fjölhæfur maður. Honum gekk vel í skóla, var ágætur söngmaður, listmálari og íþróttamaður. Fór í háskóla og lauk læknisfræðinámi árið 1928. Hann var læknir í Mission City í Bresku Kolumbíu.