ID: 7462
Fæðingarár : 1879
Fæðingarstaður : Skagafjarðarsýsla
Dánarár : 1937
Arnljótur Ólafsson: Fæddur að Tyrfingsstöðum í Skagafjarðarsýslu 12. júlí, 1879. Dáinn 7. október, 1937 í N. Dakota.
Maki: Sigurrósa Sigurbjörnsdóttir f. Skinnastaðahreppi í N. Þingeyjarsýslu 1878.
Börn: 1. Björg f. 27. febrúar, 1903 2. Anna f. 9. júlí, 1906 3. Lilja (Lily) f. 17. febrúar, 1910 4. Sigurbjörn f. 5. júní, 1917.
Arnljótur fór vestur til Winnipeg í Manitoba með móður sinni, ekkjunni Björgu Ólafsdóttur árið 1883. Sigurrósa fór vestur þangað með sínum foreldrum, Sigurbirni Guðmundssyni og Önnu Guðnadóttur árið 1879. Arnljótur og Sigurrósa fluttu til Winnipegosis um aldamótin frá N. Dakota og voru nokkur ár en sneru þá til baka til N. Dakota.
