Kristján Sigurðsson

ID: 7474
Fæðingarár : 1849
Fæðingarstaður : Skagafjarðarsýsla

Kristján Sigurðsson fæddist 28. júní, 1849 í Skagafjarðarsýslu. Eyford í Vesturheimi.

Maki: 1886 Guðríður Halldóra Jónsdóttir f. 19. mars, 1859. Dáin 1906.

Börn: 1. Þóra Margrét f. 27. desember, 1886 2. Sæunn Jakobína 3. Anna Hólmfríður  4. Áróra Sigríður 5. Skafti Valdimar f. 5. ágúst, 1896.

Kristján fór vestur með móður sinni, Þóru Þorláksdóttur og systkinum árið 1876 og fóru þau til Nýja Íslands. Þar lést Þóra 1877 en Kristján fór til Winnipeg 1878 og bjó þar til ársins 1886. Þá settist hann að við Mountain í N. Dakota. Flutti þaðan með konu sinni til Hallson en þaðan lá leiðin til Roseau í Minnesota árið 1894. Þar lést Guðríður og sama ár flutti Kristján í Pine Valley byggð en þar bjó þá Þóra Margrét dóttir hans. Hann var þar í byggð fáin ár en endaði ævina í Winnipeg hjá Sæunni dóttur sinni og hennar manni Friðlundi Jónssyni. Guðríður flutti vestur til N. Dakota með son sinn, Guðmund Andrésson árið 1883.