ID: 20274
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1910
Valgerður Sveinbjörnsdóttir fæddist í Árnesbyggð í Nýja Íslandi 13. nóvember, 1910. Vala Eiríksson og seinna Vala Newham vestra.
Maki: Ernest Newham. Upplýsingar vantar.
Börn: 1. Rodney Earl f. í Wynyard 17. september, 1938 2. James Earnest f. í Wynyard 29. apríl, 1943.
Valgerður var dóttir Sveinbjörns Jónssonar og Sigþrúðar Gísladóttur í Nýja Íslandi. Eftir andlát móður hennar 1917 var Valgerður tekin í fóstur af Valgerði Hallgrímsdóttur (Backman) og Jóhanni Stefánssyni (Johann Stephanson) í Kandahar í Saskatchewan. Líkt og systur hennar, Elínborg og Guðlaug, lærði Valgerður hjúkrun og vann við það í Vatnabyggð.