Margrét Björnsdóttir

ID: 7496
Fæðingarár : 1844
Fæðingarstaður : Húnavatnssýsla
Dánarár : 1919

Margrét Björnsdóttir fæddist 24. nóvember, 1844 í Húnavatnssýslu. Dáin í Winnipeg 8. nóvember, 1919.

Maki: 1869 Pétur Björnsson f. 22. desember, 1844 í Skagafjarðarsýslu, d. á Gimli 26. desember, 1914.

Börn: 1. Björn f. 1871 2. Rögnvaldur f. 1878 3. Ólafur f. 1879 4. Hannes f. 1880 5. María Filippía f. 1881 dó mánuði eftir að þau komu vestur.

Þau fluttu vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1883 og 1. september, sama ár fóru þau til Pembina í N. Dakota. Pétur nam land í Sandhæðabyggð um veturinn og þar bjó fjölskyldan í 15 ár. Árið 1899 fluttu þau austur í Roseaubyggð í Minnesota þar sem þau dvöldu til vors árið 1903. Þaðan fluttu þau vestur í Saskatchewan og námu land nærri Kristnesi í Vatnabyggð. Þaðan lá svo leið þeirra til Nýja Íslands og bjuggu þau á Gimli þar til Pétur lést en skömmu seinna flutti ekkjan til sona sinna sem allir bjuggu í Winnipeg. Móðir Péturs, Ragnheiður Guðmundsdóttir og systir hans, Hólmfríður fóru vestur með þeim.