
Rögnvaldur Pétursson Mynd SÍND

Hólmfríður Jónasdóttir Mynd VÍÆ1
Rögnvaldur Pétursson fæddist í Skagafjarðarsýslu 14. ágúst, 1877. Dáinn 30. janúar, 1940.
Maki: 27. september, 1898 Hólmfríður Jónasdóttir f. í S. Þingeyjarsýslu 10. júní, 1879.
Börn: 1. Þorvaldur f. 10. júlí, 1904 2. Margrét f. 13. júlí, 1906 3. Ólafur dó barnungur 4. Ólafur f. 22. apríl, 1914 5. Pétur Jónas f. 28. október, 1923.
Rögnvaldur fór vestur með foreldrum sínum og systkinum árið 1883 til Winnipeg í Manitoba og fóru þaðan sama ár til Pembina í N. Dakota. Settust að í Hallsonbyggð. Rögnvaldur kaus að ganga menntaveginn og stundaði nám við Wesley College í Winnipeg árið 1896-1898. Fór þaðan til Pennsylvania í Bandaríkjunum og las guðfræði við prestaskóla í Meadville 1898-1902 og síðan við Harvardháskóla 1902-1903. Það ár ráðinn prestur Fyrsta Íslenzka Unitarasafnaðarins í Winnipeg 1903-1909 og aftur 1915-1922. Hólmfríður fór vestur með foreldrum sínum, Jónasi Kristjánssyni og Guðrúnu Þorsteinsdóttur árið 1893 sem settust að í Pembina í N. Dakota.
