Áslaug Einarsdóttir

ID: 20301
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1888
Dánarár : 1968

Áslaug Einarsdóttir Mynd VÍÆ V

Áslaug Einarsdóttir fæddist í Geysisbyggð 15. maí, 1888. Dáin í Nýja Íslandi 22. júlí, 1968.

Maki: 1913 Svanberg Sigfússon f. í Eyjafjarðarsýslu 2. febrúar, 1880, d. í Nýja Íslandi 14. maí, 1952.

Börn: 1. Einar Ingiberg f. 13. nóvember, 1907 2. Klara (Clara) Rósbjörg f. 7. júní, 1909 3. Guðmundur Magnús f. 6. nóvember, 1910, d. 7. mars, 1930 4. Sigfús Björgvin f. 4. mars, 1918 5. Jónína Lilja f. 11. febrúar, 1920 6. Victor Jóhannes f. 1. júlí, 1923, d. 16. desember, 1943 7. Ingibjörg Viola f. 15. maí, 1927, d. 5. september, 1929 8. Swanlaug f. 31. október, 1914.

Áslaug var dóttir Einars Markússonar og Ingibjargar Ögmundsdóttur sem fluttu vestur 1887 úr N. Múlasýslu. Svanberg fór vestur með sínum foreldrum, Sigfúsi Jónssyni og Björgu Jónsdóttur, árið 1883. Hann tók land í Geysirbyggð en settist þar aldrei að. Heldur flutti hann á land Jóhanns, bróður síns, tók það á leigu en saman unnu þeir það.