
Ellen Mae Fáfnis og Séra Egill Hjálmarsson Fáfnis Mynd VÍÆ V
Ellen Mae Guðmundsdóttir fæddist 24. október, 1901 í N. Dakota. Freeman og Fáfnis vestra.
Maki: Egill Hjálmarsson f. í Syðri Neslöndum í S. Þingeyjarsýslu 24. júlí, 1898. Dáinn í Mountain í N. Dakota 9. október, 1953. Fáfnis vestra.
Börn: 1. Margrét f. 4. apríl, 1932, d. 10. apríl, 1932 2. Ari Ronald f. 19. júlí, 1933 3. Reynir Egill f. 30. maí, 1935 4. Lowell Stefán f. 10. nóvember, 1937.
Egill flutti vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1923 með móður sinni, Jakobínu Björnsdóttur og systur sinni, Bjarney. Þau bjuggu í Winnipeg þar sem Egill gekk menntaveginn. Hann lauk guðfræðinámi frá Maywood Seminary í Illinois og þjónaði söfnuðum í Glenboro og Argylebyggð í Manitoba árin 1930-1945 og í N. Dakota frá 1945 til dauðadags. Ellen var dóttir Guðmundar Jónssonar úr Dalasýslu og konu hans Guðbjargar Helgadóttur frá Ferjubakka í Borgarfirði. Þau bjuggu í Mouse River byggðinni í N. Dakota.