Eleanor A Friðriksdóttir

ID: 20312
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1900

Eleanor Aðalbjörg Friðriksdóttir Mynd VÍÆ I

Eleanor Aðalbjörg Friðriksdóttir fæddist 1. janúar, 1900 í  Kanada. Árnason seinna.

Maki: 1. janúar, 1930, Rósmundur Árnason f. 15. nóvember, 1892 í Eyjafjarðarsýslu.

Börn:  1. Albert Leon f. 15. júlí, 1931 2. Emil Lewis f. 25. desember, 1932 3. María Linda f. 2. júní, 1936.

Rósmundur var sonur Árna Árnasonar og Rósy Einarsdóttur. Foreldrar Eleanor  voru Friðrik Abrahamson og Sigríður Árnadóttir , sem vestur fluttu úr Eyjafirði árið 1887. Rósmundur ólst upp í Eyjafirði, gekk í kvöldskóla Adams Þorgrímssonar á Akureyri en vann landbúnaðarstörf í sveitum. Hann flutti til Vesturheims árið 1913, settist að í Winnipeg og vann við húsamálun. Hann hóf búskap í Vatnabyggð norður af Leslie árið 1918 en fluttist seinna til Elfros. Eleanor ólst upp í Vatnabyggð  nálægt Leslie.