
Þorbergur, Þorvaldur, Þuríður, Guðrún og Sveinn. Mynd STH.

Þorvaldur Þorvaldsson og Þuríður Þorbergsdóttir Mynd FAtV
Þorvaldur Þorvaldsson fæddist í Skagafjarðarsýslu 30. júlí,1842. Dáinn í Riverton 6.mars, 1931. Thorvalson vestra.
Maki: Þuríður Þorbergsdóttir f. 8. janúar, 1838 í Skagafjarðarsýslu, d. 6. júlí, 1921.
Börn: 1. Sveinn f. 1876 2. Guðrún f. 1877 3. Þorvaldur f. 1879 4. Þorbergur f. 24. ágúst, 1883.
Þau fluttu vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1887. Námu land í Árnesbyggð og nefndu Víðidalstungu. Þar bjó hann til ársins 1916 en flutti þá til Riverton.
Áður en hann flutti vestur dreymdi hann eftirfarandi vísur. Í þeirri fyrri spyr hann sjálfur spurninga um framtíðina en annar svarar í seinni vísunni:
Hvað skal tryggja hag minn hér?
Hvar á að bera að landi?
Hvar á að byggja? Hvernig fer?
Hvað á að liggja fyrir mér?
Þar um varðar þig ei grand.
Þér á að nægja vonin.
Guð ákvarðar líf og land,
lán, búgarðinn og auðnustund.
