Ingimundur L Guðmundsson

ID: 20345
Fæðingarár : 1870
Dánarár : 1905

Ingimundur Leví Guðmundsson fæddist í Húnavatnssýslu 15. september, 1870. Dáinn í N. Dakota 30. desember, 1905.

Maki: Kristín Jónsdóttir f. 16. september, 1876 í Húnavatnssýslu, d. 16. desember, 1925.

Barn: Guðrún f. í Akra í N. Dakota 30. nóvember, 1904.

Ingimundur fór til Vesturheims eftir 1890 og settist að í Akrabyggð í N. Dakota. Þar var hann bóndi. Kristín var dóttir Jóns Bjarnasonar og Elinborgar Bjarnadóttur sem vestur fluttu með börn sín Friðrik og Kristínu. Þau settust að í Sandhæðabyggð og bjuggu þar alla tíð.