Guðný Þorfinnsdóttir fæddist 11. apríl, 1874 í Skagafjarðarsýslu. Dáin í Vatnabyggð í Saskatchewan 14. febrúar, 1946. Gertie Thorfinnsdottir vestra.
Maki: Nýmundur Sakarías Björnsson f. í Strandasýslu 15. október, 1870, d. í Saskatchewan 4. maí, 1947. Josefsson vestra.
Börn: 1. Elísabet (Elizabeth) f. 15. desember, 1896 2. Þóra Margrét f. 15. desember, 1898 3. Þorfinnur Lawrence f. 26. maí, 1904 4. Margrét f. 25. október, 1906 5. Björn f. 25. júní, 1909 6. Wilson f. 28. janúar, 1913 7. Fred f. 2. mars, 1917
Guðný flutti vestur árið 1882 með foreldrum sínum, Þorfinni Jóhannessyni og Elísabetu Pétursdóttur sem námu land nærri Mountain í N. Dakota. Nýmundur fór þangað árið 1883 með sínum foreldrum, Birni Jósefssyni og Þóru Guðmundsdóttur úr Strandasýslu. Guðný og Nýmundur hófu búskap í Pembina sýslu en árið 1905 fluttu þau norður í Vatnabyggð og settust að í grennd við Wynyard.
