Friðrik Þorfinnsson

ID: 7678
Fæðingarár : 1881
Fæðingarstaður : Skagafjarðarsýsla
Dánarár : 1947

Friðrik og Henrietta Mynd RbQ

Friðrik Þorfinnsson fæddist í Skagafjarðarsýslu 12. janúar, 1881. Dáinn í Vatnabyggð 30. mars, 1947. Fred eða Frederick Thorfinson vestra.

Maki: 1907 Henrietta Sigurjónsdóttir f. 1884 í Garðarbyggð í N. Dakota, d. 5. nóvember, 1972. Hattie vestra.

Börn: 1. Sigurjón Arthur d. 29. júní, 1977 2. Þorfinnur Walter 3. Valgerður Elizabet Pearl.

Friðrik fór árið 1882, ársgamall, vestur til Winnipeg í Manitoba með foreldrum sínum, Þorfinni Jóhannessyni og Elísabetu Pétursdóttur og systkinum. Fjölskyldan settist að í Mountain í N. Dakota. Henrietta var dóttir Sigurjóns Sveinssonar og Valgerðar Sylvíu Þorláksdóttur, frumbyggja N. Dakota. Árið 1905 Friðrik hann land í Vatnabyggð í Saskatchewan um sama leyti og tengdafaðir hans, Sigurjón Sveinsson. Friðrik og Henrietta fluttu þangað ári síðar.