ID: 16351
Fæðingarár : 1874
Sigurveig Sigurðardóttir fæddist 7. apríl, 1874 í S. Múlasýslu.
Maki: Jón Árnason f. 2. maí, 1872 í Gullbringusýslu, d. 29. júní, 1942 í Winnipeg.
Börn: 1. Guðrún f. 29. maí, 1902 2. Árni f. 10. ágúst, 1907. Bæði fæddi í Þingvallabyggð í Saskatchewan.
Sigurveig fór vestur árið 1901 en Jón 1897. Þau giftu sig í Winnipeg og fluttu svo í Þingvallabyggð, nálægt Churchbridge þar sem þau námu land og stunduðu búskap í 12 ár. Seldu þá bústofn, hús og land og fluttu í Churchbridge. Þar opnaði Jón verslun og rak að auki knattleikjastofu. Árið 1928 fluttu þau til Winnipeg þar sem þau bjuggu þar til Jón dó, þá flutti Sigurveig í Betel á Gimli.