ID: 20347
Fæðingarár : 1853
Dánarár : 1929
Páll Sigurgeirsson fæddist í S. Þingeyjarsýslu 10. september, 1853. Dáinn í Winnipeg 25. janúar, 1929.
Maki: 14. nóvember, 1885 í Winnipeg Halldóra Björnsdóttir fæddist í N. Múlasýslu 1. júlí, 1865. Dáin í Winnipeg, 10. október, 1943.
Börn: 1. Páll (Paul) 2. Sigurgeir 3. Ólafía 4. Ólafur 5. Vigdís 6. Þórunn.
Páll fer til Vesturheims um 1880 og settist fljótlega að í Winnipeg. Hann tók fljótlega þátt í félagsmálum landa sinna og gengdi þar ýmsum embættum. Halldóra fór vestur til Nýja Íslands árið 1876 með foreldrum sínum, Birni Péturssyni og Ólafíu Ólafsdóttur og systkinum. Þau settust seinna að í N. Dakota. Halldóra og Páll bjuggu í Winnipeg. Meira um Pál í Íslensk arfleifð að neðan.