Björn Magnússon

ID: 1871
Fæðingarár : 1876
Fæðingarstaður : Gullbringusýsla
Dánarár : 1954

Björn Magnússon Mynd AÓÞ

Ingibjörg Þorsteinsdóttir Hördal Myna AÓÞ

Björn Magnússon fæddist í Gullbringusýslu 5. júlí, 1876. Dáinn 24. janúar, 1954 í Keewatin í Ontario.

Maki: 31. desember, 1898 Ingibjörg Þorsteinsdóttir f. 18. janúar, 1875 í Dalasýslu.

Börn: 1. M. G. Magnús 2. Ragnhildur Ingibjörg Margrét. Önnur tvö börn voru látin árið 1953.

Björn fór vestuir til Winnipeg í Manitoba með móður sinni, ekkjunni Vigdísi Guðmundsdóttur og systkinum árið 1887. Þau bjuggu á Gimli og í Winnipeg. Ingibjörg fór vestur með sínum foreldrum, Þorsteini Jónssyni og Ragnhildi Jónsdóttur árið 1876 og settust að í Nýja Íslandi. Fluttu seinna í Lundarbyggð. Björn og Ingibjörg bjuggu fyrst í Winnipeg, síðan norður í óbyggðum í Manitona en settust svo að í Lundarbyggð og bjuggu þar fáein ár. Fóru þaðan til Keewatin í Ontario. Sjá frekar um lífshlaup Björns í Íslensk arfleifð að neðan.