Sigurður Guðmundsson fæddist í Gullbringusýslu 6. ágúst, 1879. Sigurður G. Magnússon vestra.
Maki: 1) Guðmunda Halldórsdóttir f. 1879 í Mikley, d. 1905 í Nýja Íslandi 2) Guðrún Pálína Stefánsdóttir f. 11. september, 1886 í S. Múlasýslu.
Börn: Með Guðrúnu: 1. Guðmundur Marinó 2. Sigurður 3. Guðný Stefanía 4. Sigríður Alice 5. Ingibjörg.
Sigurður flutti vestur til Winnipeg í Manitoba með ömmu sinni, Vigdísi Guðmundsdóttur og börnum hennar árið 1887. Hún nam land í Nýja Íslandi og fylgdi Sigurður henni þangað. Hann fór ungur að vinna fyrir sér í Nýja Íslandi og þar kynntist hann Guðmundu. Hún var dóttir Halldórs Jónssonar og Guðnýjar Sigmundsdóttur. Guðmunda dó úr berklum. Guðrún flutti vestur með sínum foreldrum, Stefáni Sigurðssyni og Guðnýju Einarsdóttur árið 1887. Sigurður og Guðrún fluttu til Keewatin í Ontario árið 1910 og bjuggu þar alla tíð.
