Guðbjörg Guðmundsdóttir fæddist 9. desember, 1866 í Skagafjarðarsýslu. Dáin í N. Dakota 19. febrúar, 1941. Gudbjorg Peterson vestra.
Maki: 25. febrúar, 1886. Jón Jónsson fæddist 1. nóvember, 1861 í S. Þingeyjarsýslu. Dáinn 27. desember, 1936 í N. Dakota
Börn: 1. Emilía Sigurbjörg f. 9. mars, 1886, d. 28. maí, 1974 2. Stefán Pétur d. 22. apríl, 1912 3. Friðrik Guðmundur f. 17. desember, 1888 4. Jón d. 7. október, 1890 5. Jón Helgi 6. Bogi d. 23. september, 1895 7. Fjóla f. 25. desember, 1895 8. Sigrún f. 22. nóvember, 1897 9. Clara f. 18. desember, 1899, d. 22. september, 1934 10. Lillian May f. 18. janúar, 1902 11. Magnús Bogi f. 9. apríl, 1904 12. Percival f. 28. október, 1907 13. Gestur f. 26. desember, 1909.
Guðbjörg fór vestur til Nýja Íslands árið 1876 með foreldrum sínum, Guðmundi Péturssyni og Þorbjörgu Finnbogadóttur og systkinum. Þau fluttu til N. Dakota árið 1880 og settust að nærri Mountain. Jón tók við landi foreldra sinna í Garðarbyggð í N. Dakota og bjuggu þau hjón þar alla tíð.
