
Davíð Björnsson Mynd VÍÆ I
Davíð Björnsson fæddist í Hafnarfirði 7. júlí, 1890. Dáinn í Winnipeg 30. september, 1981.
Maki: 1) 26. janúar, 1916 Kristjana Guðbrandsdóttir f. 7. ágúst, 1896 í Gullbringusýslu 2) 4. ágúst, 1945 Hallgerður Róslaug Jónsdóttir f. í Duluth í Minnesota 12. apríl, 1893.
Börn: Með Kristjönu 1. Erling Eyland f. 8. mars, 1916 2. Gunnar Axel f. 1. maí, 1920.
Davíð var sonur Björns Hjálmarssonar og Guðrúnar Bjarnadóttur í Húnavatnssýslu. Hann var þar fyrstu æviár sín en er sendur vestur á firði og gekk í barnaskóla í Hnífsdal. Þaðan lá leið hans í Skagafjörð þar sem hann gekk í bændaskólann á Hólum og að námi loknu 1914 var hann ráðinn kennari við skólann. Hugur hans stefndi annað og flytur hann til Reykjavíkur þar sem hann lagði stund á trésmíðanám árið 1916. Flutti til Vesturheims árið 1924. Meira um Davíð í Íslensk arfleifð að neðan. Hallgerður var dóttir Jóns Magnússonar og Þorgerðar Eysteinsdóttur í Duluth.