Matthildur Ragnarsdóttir

ID: 20361
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1923

Matthildur Ragnarsdóttir Kvaran Mynd VÍÆ I

Matthildur Ragnarsdóttir Kvaran fæddist í Winnipeg 13. febrúar, 1923.

Maki: 8. mars, 1944 Jón Henrik Björnsson f. í Minneota 9. febrúar, 1919.

Börn: 1. Jón Ragnar f. 15. júlí, 1948 2. Henrik Thor f. 16. júní, 1951 3. Edda Ragnheiður f. 20. febrúar, 1956.

Matthildur var dóttir séra Ragnars Kvaran og Þórunnar Hannesdóttur Hafstein. Jón Henrik var sonur Gunnars Björnssonar og Ingibjargar Ágústínu Jónsdóttur í Minneota, Minnesota. Þar ólst hann upp lauk miðskólaprófi frá John Marshall High School í Minneapolis árið 1937 og B.A. prófi frá University of Minnesota árið 1941. Gekk þá í herinn og var sendur til Íslands í júní, 1942 þar sem Edvard Hjálmar bróðir hans var yfir sérstakri skrifstofu Bandaríkjamanna varðandi fiskikaup. Þar vann Jón Henrik fram í mars, 1944, fór þá heim til Minnesota og gekk í liðsforingjaskóla Bandaríkjahers. Að námi loknu var hann sendur í otustur á meginlandi Evrópu. Að stríði loknu 1946 var hann ráðinn auglýsingastjóri Northwestern Bank í Minneapolis.