Valdimar Björnsson

Vesturfarar

Valdimar Björnsson ólst upp á íslensku heimili í Minneota í Minnesota þar sem mikl áhersla var lögð á að rækta tengsl við ættingja á Íslandi. Þetta hafði sín áhrif á Gunnar allt hans líf því tryggð hans við Ísland og allt íslenskt var einstök. Hann lagði ríka áherslu á að vera íslenskum námsmönnum, sem sóttu framhaldsnám í Minnesota og víðar í Bandaríkjunum hjálpsamur. Í Vestur-Íslenzkar Æviskrár I bls. 76-77 er ágæt lýsing á þessu sem hér fylgir.

,,Lærði prentiðn í prentsmiðju föður síns, byrjaði að vinna þar 1918 ásamt Hjálmari bróður sínum, þegar prentararnir voru tveir, sem fyrir voru, urðu að fara í herþjónustu. Varð ritstjóri Minneota Maskot  19 ára haustið 1925 og hélt því starfi áfram, þar til Hjálmar bróðir hans lauk háskólanámi 1927. Aftur var hann ritstjóri sama blaðs 1931-34. Hóf 1935 starf við útvarpsstöð Minneapolis og St. Paul, flutti þar þætti um daginn og veginn og skrifaði jafnframt ritstjórnargreinar fyrir Minneapolis Journal 1935-36. Var ritstjóri Minneapolis Tribune 1937-41. Hóf herþjónustu 1942 í sjóliðinu, en var mjög fljótlega sendur til Íslands til að vera blaðafulltrúi hernámsyfirvaldanna og gegna fleiri störfum. Dvaldist þar til í des. 1946. Hvarf þá aftur að útvarpsstörfum og blaðamennsku í Minneapolis. Aðstoðarritstjóri St Paul Pioneer og Dispatch 1947-50. Kosinn fjármálaráðherra (State Treasurer) Minnesotaríkis 1950 og tók við því embætti 1951. Endurkosinn 1952. Í framboði fyrir Republicanaflokkinn, sækjandi um sæti Humphrys í öldungadeild 1954, en náði ekki kosningu. Starfaði við St. Paul blöðin 1955-56. Kosinn aftur State Treasurer 1956 og 1958. Kosinn í skólaráð Minnesota 1933 og starfaði í ýmsum félögum þar. Hefur gegnt ýmsum störfum fyrir Republikanaflokkinn. Kom fyrst til Íslands 1934 og ferðaðist þá talsvert um landið í tvo mánuði. Var á Íslandi á stríðsárunum 1942-46, eins og áður er sagt. Kom til Íslands í erindum Bandaríkjastjórnar 1953 og aftur 1955. Boðinn til Íslands af Stúdentafélagi Reykjavíkur og Loftleiðum 1959 og flutti þá fyrirlestra bæði í Reykjavík og á Akureyri. Hefur skrifað fjölda blaða- og tímaritagreina. Ritgerðir eftir hann eru í tímaritinu Minnesota Historical Society og í bók, sem gefin var út í sambandi við 100 ára afmæli Minnesota 1958, bókinni Foreldrar mínir, o.v. Í stjórn American Scandinavian Foundation, kosinn þar eftirmaður Halldórs Hermannssonar. Stórriddari ísl. Fálkaorðunnar í nóv. 1946. Riddar1 St. Ólafsorðu 1949″