María Jónsdóttir

ID: 7835
Fæðingarár : 1843
Fæðingarstaður : Skagafjarðarsýsla
Dánarár : 1937

María Jónsdóttir var fædd árið 1843 Skagafjarðarsýsla. Dáin 30. október, 1937. Tók nafnið Gíslason í Vesturheimi

Maki: Jónas Gíslason var fæddur 5. apríl  1838  í Viðvíkursveit í Skagafjarðarsýslu . Dáinn 22. júlí 1907.

Börn: 1. Jón Ingimar f. 1. nóvember, 1879. Dáinn 10. september, 1939 2. Guðríður Ingibjörg f. 1883

Fluttu vestur árið 1888 og settust að í Mountain N.Dakota. Bjuggu þar í fimm ár en fluttu þá til Akra og voru þar í átta ár.

Árið 1901 fluttu þau til Nýja Íslands og tóku land í Framnes- og Árdalsbyggð. Landið var ómælt eins og kallað var,

þ.e. var ekki komið í skipulag sveitarinnar og það átti eftir að draga dilk á eftir sér því að lokinni mælingu

var landi Jónasar breytt í mýrlendi. Jónas vann ötullega að uppbyggingu húsa en fékk ekki heimilisréttinn.

Hann barðist fyrir honum meðan hann lifði en hann dó 1907. Ári síðar vann María málið og fékk heimilisréttinn.

Jón Ingimar keypti landið seinna af móður sinni og bjó þar áfram.