ID: 20371
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1897

Guðríður Einarsdóttir Mynd VÍÆ I
Guðríður Einarsdóttir fæddist 18. febrúar, 1897 í Nýja Íslandi.
Maki: 2. febrúar, 1920 Eiríkur Sigfússon f. í N. Múlasýslu 13. október, 1890.
Barnlaus.
Guðríður var dóttir Einars Guðmundssonar og Margrétar Sigurðardóttur, landnema í Árnesbyggð. Eiríkur flutti til Vesturheims árið 1911 og fór til Manitoba. Hann var í kanadíska hernum 1916-1919. Vann fyrst við fiskveiðar á Winnipegvatni en seinna settist hann að í Hnausabyggð og var með búskap.