Snemma komu afbragðs gáfur Stefáns í ljós, svo auðvelt átti hann með lærdóminn. lauk gagnfræðaprófi á einum vestri, Var kominn með stúdentspróf eftir tveggja ára nám í MR. Á árunum 1923-27 var hann kominn með MA í norrænu og doktorspróf í Noregi 1927. Í VÍÆ I er prýðileg samantekt um fræðimennsku hans og lífshlaup. (bls.105-106)
,,Vann við orðabók Sigfúsar Blöndals 1918-23. Fékkst við kennslu í Reykjavík og Hafnarfirði. Kenndi við John Hopkins University, Baltimore: Instructor 1928, as sociate 1932, associate professor 1936, professor of scandinavian philology frá 1945. Var boðið að vinna að fornæislenzkri orðabók fyrir Árna Magnússonar sjóðinn, en komst aldrei til Khafnar, því þetta var rétt fyrir heimstyrjöldina seinni. Íslenzkur vararæðismaður í Baltomore 1942, ræðismaður 1952. Heiðursfélagi Bókmenntafélaginu, Þjóðræknisfélagi Íslendinga í Vesturheimi, Vísindafélagi Íslendinga, The American Philosophical Society, American Svandinavian Foundation, o.fl. Fluttist vestur um haf frá Noregi haustið 1927. Hefur komið til Íslands 1930, 1933,1951,1954,1957 og 1960. Dvelur í Baltimore við kennslu á vetrum, en venjulegast í Cornell University Library, Ithaca, N.Y., við rannsóknir og ritstörf á sumrum, nema þegar hann hefur verið á Íslandi. Sæmdur riddarakrossi Fálkaorðunnar 1939.“
Ritstörf
,,Beiträge zur phonetic der isländischen Sprache, Oslo 1927, A Specimen of Southern Icelandic Speech, Oslo, 1936, Saga Eiríks Magnússonar, Reykjavík 1933, Þórbergur Þórðarson fimmtugur, Reykjavík 1039, Icelandic Grammar, Ithaca 1948. Um kerfisbundnar hljóðbreytingar í íslenzku, Reykjavík 1949. Skáldaþing, Reykjavík 1948. Meðhöfundur og útgefandi Breiðdælu, Reykjavík, 1948. Meðútg. 20th Century Scaninavian Poetry, Mullsjö 1950. Árbók Ferðafélagsins 1955, Austfirðir sunnan Gerpis. Árbók Ferðafélagsins 1957, Austfirðir norðan Gerpis. A History of Icelandic Literature, New York & Baltimore 1057. Meðritstjóri tímaritanna Journal of English and Germanic Philology, Scandinavian Studies og Modern Language Notes. Hefur auk þess skrifað margar greinar í íslenzk, amerísk og scandinavísk tímarit.“