
Kristín Guðmundsdóttir Mynd VÍÆ I
Kristín Guðmundsdóttir fæddist 7. október, 1892 í Kjósarsýslu.
Maki: 30. desember, 1914 Stefán Einarsson f. 25. maí, 1881 í A. Skaftafellssýslu.
Börn. 1. Hörður f. 21. september, 1915 2. Arnrún Eleanor f. 14. maí, 1918 3. Ernest Baldvin f. 14. febrúar, 1934.
Kristín hefur farið til Vesturheims eftir 1910 því í manntali það ár er hún hjá móður sinni, ekkjunni Sigríði Gísladóttur á Esjubergi í Kjósarsýslu. Stefán flutti vestur til Winnipeg með foreldrum sínum og systkinum árið 1904. Hann vann við verslunarstörf í Riverton og Arborg hjá Sveini Thorvaldssyni. Flutti til Winnipeg þar sem hann bjó lengstum. Hann var einn af stofnendum Þjóðræknisfélags Íslendinga, forseti Frón í Winnipeg í 2 ár og mörg ár í stjórn þeirrar deildar.