
Karl Gústaf Stefánsson Mynd Cartoon Charlie
Karl Gústaf Stefánsson fæddist í Winnipeg 29. ágúst, 1890. Dáinn 7. ágúst, 1966 í Vancouver í Bresku Kólumbíu. Charlie Thorson vestra.
Maki: 1) 11. október 1914 Rannveig Friðriksdóttir f. 28. águst, 1895 í Winnipeg, d. 19.október, 1916. 2) 19. apríl, 1922 Ada Albina Teslock, þau skildu.
Börn: Með Rannveigu 1. Charlie f. 1915, d. í janúar, 1917. Með Ada 1. Charlie f. 1923, d. 3 daga gamall 2. Stephan f. 5. janúar, 1925.
Karl ólst upp hjá foreldrum sínum og þótti snemma dæmalaust uppátækjasamur, glettinn og skemmtilegur. Hann lauk ekki námi, kaus að fara snemma á vit ævintýra og vinna fyrir sér með ýmsum hætti. Vann við skógarhögg í Bresku Kólumbíu, barþjónn á krá í Alberta og bankastarfsmaður í Saskatchewan. Venjulega sneri hann ætíð aftur til Winnipeg, blankur, svangur og frekar illa á sig kominn. Þar vann mest sem ritari og afgreiðslumaður hjá ýmsum stórfyrirtækjum. Eftir að teikning eftir hann birtist í Heimskringlu 4. mars, 1909 var framtíðin ráðin. Meir um ævistarf Charlie Thorson í Atvinna að neðan.