
Séra Valdimar Eylands Mynd VÍÆ I
Séra Valdimar Eylands fæddist í Víðidal í Húnavatnssýslu 3. mars, 1901. Dáinn 11. apríl, 1983 í Winnipeg.
Maki: 1) 27. desember, 1926 Þórunn Guðbjartsdóttir f. 27. september, 1901 í N. Dakota, d. í Winnipeg 14. júní, 1977 2) 4. ágúst, 1978 Ingibjörg Sigríður Bjarnason Goodridge f. 1907, d. 1994.
Börn: 1. Sigrún Dolores f. 28. apríl, 1927 2. Elín Helga f. 12. maí, 1929 3. Jón Valdimar f. 21. nóvember, 1930 4. Lilja María f. 20. mars, 1933.
Séra Valdimar lauk gagnfræðaprófi á Akureyri árið 1919 og settist á bekk í Menntaskólanum í Reykjavík. Hann fór til Vesturheims árið 1922, innritaðist í Concordia College í Moorhead í Minnesota og lauk þaðan B.A. prófi. Nam guðfræði í Luther Theological Seminary í St. Paul og lauk þar námi 1925. Á sama tíma tók hann kennarapróf. Þann 24. júní, 1925 var hann vígður prestur. Meira um séra Valdimar í Atvinna að neðan.